|
Sláttuþyrlur
Leiðbeiningar um notkun – upplýsingar úr búvélaprófunum.
Sláttuþyrlur eru nú nær allsráðandi við túnaslátt hér á landi. Þær hafa marga kosti umfram greiðuvélarnar en eru mun vandmeðfarnari.
Röng notkun á þeim getur leitt til mikils kostnaðarauka, valdið skaða á grassverðinum auk þess sem meiri slysahætta er af þeim en mörgum öðrum landbúnaðartækjum.
Eftirfarandi umfjöllun og ábendingar taka mið af þessum sjónarmiðum.
1. Gangið úr skugga um að rétt olíuhæð sé á drifum og skífubakka. Olíuhæð á skífubakka er oftast mæld þegar hann er í lóðréttri stöðu. Komi olíuleki að bakkanum eyðleggst tannhjóladrifið á mjög stuttum tíma. Í öðrum tilvikum er þykk feiti í skífubakkanum.
2. Flestar sláttuvélar eru tengdar við dráttarvélar á þrítengi. Æskilegt er að sporvídd dráttarvélar sé þannig að að yfirtengi vísi sem næst í ökustefnu þegar vinnslubreidd sláttuþyrlu er nýtt til fullnustu. Mikilvægt ar að hæðin á tengitöppum sé rétt stillt, oft á bilinu 50-60 cm. Hæðin er yfirleitt stillt með stöðustillingu lyftiarma dráttarvélar. Hliðarhreyfing lyftiarma er takmarkaðar eins og kostur er með hliðarstífunum.
3. Á sláttuþyrlum er að jafnaði svonefndur léttibúnaður. Hann þjónar því hlutverki að færa þungann af skífubakka yfir á dráttarvél. Tilgangurinn er að minna dráttarátakið og þar með álag á túnin og draga úr olíueyðslu dráttarvélar. Búnaðurinn er ýmist stilltur með gormum sem þarf að stilla eftir leiðbeiningum framleiðenda. Ef þær eru ekki til staðar má létta þungann af bakkanum að því marki að hann hætti að fylgja grassverðinum þannig að sláttugæðin rýrni. Á sumum vélum eru vökvatjakkar sem stjórna þungayfirfærslunni og á þrýstimæli má sjá hve hún er mikil. Þessi búnaður kemur sér einkar vel á viðkvæmum sverði eins og t.d.á grænfóðurökrum.
4. Drifbúnaður. Sláttuþyrlur eru að jafnaði drifnar frá tengidrifi dráttarvélar. Hraðinn á tengidrifinu á að vera 540 sn/mín, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hraði undir þeim mörkum rýrir að jafnaði sláttugæðin en hraði yfir þeim mörkum skapar óþarfa slit á vélinni. Yfirsnúningur veldur lakari nýtingu á afli og getur laskað vélina einkum hnífafestingarnar. Öryggistengsli (kúpling) eru að jafnaði á drifskafti. Þau eru frá framleiðanda stillt á rétt viðnám og ætti ávallt að láta sömu drifsköft sem eru með þannig tengslum fylgja hverri vél. Ganga þarf úr skugga um að tengslin séu ekki “gróin föst” með því t.d. að taka á þeim með átaksskafti. Í öðrum tilvikum er reimdrif notað til að flytja aflið frá drifskafti að vinkildrifi við sláttubakka. Reimdrifið vinnur þá sem vartengsli en reimar verður að strekkja samkvæmt handbókum.
5. Sláttuskífur eru mismargar eftir vinnslubreidd. Gera má ráð fyrir að hver skífa slái um 40 cm breitt svæði. Hnífaferill skífanna skarast en til að hnífarnir nái ekki saman eru þær stilltar með tannhjólaafstöðunni. Í mörgum tilvikum má breyta snúningsátt skífanna til að fá mismunandi skárafjölda. Það getur komið að góðum notum t.d. við grænfóðurslátt. Skífurnar eru sporöskju- eða þríhyrningslaga, festar ofan á skífubakkann. Hnífar eru festir á skífurnar, oftast með bolta Sláttuskífur eru mismargar eftir vinnslubreidd. Gera má ráð fyrir að hver skífa slái um 40 cm breitt svæði. Hnífaferill skífanna skarast en til að hnífarnir nái ekki saman eru þær stilltar með tannhjólaafstöðunni. Í mörgum tilvikum má breyta snúningsátt skífanna til að fá mismunandi skárafjölda. Það getur komið að góðum notum t.d. við grænfóðurslátt. Skífurnar eru sporöskju- eða þríhyrningslaga, festar ofan á skífubakkann. Hnífar eru festir á skífurnar, oftast með boltafestingum en ekki með fjaðurspennu af öryggisástæðum. Hnífarnir eru af mismunandi gerðum bæði hvað snertir lögun og þyngd. Miklilvægt er að nota rétta gerð af hnífum bæði hvað varðar þyngd og lögun. Ávallt skal gæta þess að gagnstæðir hnífar séu af sömu þyngd. Algengt er að snúningshraði skífa sé um 3000 sn/mín sem að þýðir að ferilhraði hnífa er um 80 m/sek eða nær 300 km/klst. Hnífarnir eru lausir í boltafestingunum og því er það miðflóttaaflið sem heldur þeim út frá skífunum. Því verður þyngd þeirra og lengd að vera í samræmi við ferilhraðann til að þeir haldist í sláttustöðu og hægt sé að ná hámarksafköstum. Of þungir hnífar valda hins vegar ónauðsynlegu sliti á vélinni og olíueyðslu.
6. Sláttunánd eða sláttufjarlægð skiptir miklu máli. Hæfilegt er talið að strálengd í sláttufari sé 40-60 mm eftir aðstæðum. Oftast er hún stillt með yfirtengi dráttarvélar þannig að skífubakkinn halli fram á við að því marki að æskilegri sláttunánd sé náð. Of mikill halli getur valdið því að mön myndist milli skífanna en ástæðan getur einnig verið sú að hnífarnir séu of stuttir. Ef yfirtengið er of langt kemur fram “tvísláttur” þ.e. að hnífarnir slá bæði framan og aftan við skífubakkann sem eðli málsins samkvæmt er mjög óhagstætt. Margir framleiðendur bjóða upp á mismunandi þykkt á skífubökkum eða þá að undir þá séu sett “skíði” til að fá fram heppilegri sláttunánd. Einnig “snúna” hnífa sem mynda loftstraum upp á við sem hefur m.a. í för með sér að heyið lyftist upp af bakkanum við slátt og það verður lausara í sér í skáranum.
7. Afköst og aflnotkun. Ökuhraði við slátt er oft á bilinu 8-13 km/klst. eftir aðstæðum. Út frá gögnum úr búvélaprófunum má ætla að afköst við slátt séu oft um einn hektari á klst fyrir hvern meter vinnslubreiddar. Þannig er t.d. algengt að sláttuvél með 2,4 m í vinnslubreidd skili 2,2,-3,0 ha/klst þegar tekið hefur verið tillit til sléttleika lands, spildulögunar og ýmissa tafa. Aflnotkun við slátt er af þrennum toga þ.e. um tengidrif, dráttarátak og aflnotkun við akstur dráttarvélar. Einnig er aflþörfin háð ökuhraða. Algengt er að aflþörfin aukist um 30% við að auka ökuhraðann úr 10 í 15 km/klst.
8. Öryggisatriði. Á sláttuþyrlum er öryggisbúnaður sem gefur eftir þegar sláttubúnaður rekst á fasta fyrirstöðu. Er þá ýmist að sláttubúnaðurinn fer aftur og til hliðar eða lyftist upp. Á vélum sem fara til hliðar er dráttarstag með stillanlegum viðnámsbúnaði sem gefur eftir við tiltekið álag. Ganga þarf úr skugga um að búnaðurinn sé virkur einkum eftir að vélarnar hafa verið í geymslu. Það er gert með því að losa upp á herslunni með vélina í vinnu og herða síðan þannig að hann gefi ekki eftir við alla venjulegar aðstæður. Hlífðardúkur er yfir sláttubúnaði og á hann að vera úr þungu seigu efni. Þungu til að hann haldist niðri þó að slegið sé í mótvindi og seigur til að draga úr líkum á að steinvölur eða hnífabrot þeytist langar leiðir. Veruleg hætta getur stafað af slíku frákasti og skal þess jafna gætt að fólk sé ekki í nálægt þegar sláttubúnaðurinn er í gangi. Algeng þyngd sláttuþyrla er um og yfir hálft tonn. Þær geta þv Öryggisatriði.
Á sláttuþyrlum er öryggisbúnaður sem gefur eftir þegar sláttubúnaður rekst á fasta fyrirstöðu. Er þá ýmist að sláttubúnaðurinn fer aftur og til hliðar eða lyftist upp. Á vélum sem fara til hliðar er dráttarstag með stillanlegum viðnámsbúnaði sem gefur eftir við tiltekið álag. Ganga þarf úr skugga um að búnaðurinn sé virkur einkum eftir að vélarnar hafa verið í geymslu. Það er gert með því að losa upp á herslunni með vélina í vinnu og herða síðan þannig að hann gefi ekki eftir við alla venjulegar aðstæður. Hlífðardúkur er yfir sláttubúnaði og á hann að vera úr þungu seigu efni. Þungu til að hann haldist niðri þó að slegið sé í mótvindi og seigur til að draga úr líkum á að steinvölur eða hnífabrot þeytist langar leiðir. Veruleg hætta getur stafað af slíku frákasti og skal þess jafna gætt að fólk sé ekki í nálægt þegar sláttubúnaðurinn er í gangi. Algeng þyngd sláttuþyrla er um og yfir hálft tonn. Þær geta því raskað verulega þyngdarhlutföllum dráttarvéla þegar þær eru í flutningsstöðu. Fyrir þær vélar sem ganga aftur fyrir dráttarvél án þess að skífubakka sé lyft í lóðrétta stöðu getur þurft að þyngja meðalstórar dráttarvélar að framan um 5-600 kg. Ella uppfylla þær ekki reglugerðarákvæðum um þyngdarhlutföll milli fram og afturáss við akstur á vegum. Gagnvart þeim vélum þar sem skífubakka er lyft í lóðrétta stöðu í flutningi þarf að takmarka lyftihæð þeirra sem kostur er.
Hvanneyri, júni 2003.
Grétar Einarsson
Bútæknideild Rala.
|
|
|